QUALITY FOR YOU

Hvað er Q4U?

Quality 4 You er okkar loforð um að þú fáir bestu verð sem finnast á þeim vörum sem við seljum. Við nýtum okkur sambönd í Kína, þar sem við starfræktum skrifstofu þar sem starfa vöru- og framleiðslusérfræðingar, sem hafa yfirsýn með framleiðsluferli varanna sem við seljum, og velja þar með bestu framleiðendur landsins sem við hefjum beint samstarf við. Við sendum þessar vörur frá Kína og beint að heimadyrum, en þannig tökum við úr ferlinu aðila sem geta bætt við auknum kostnaði á vöruna í söluferlinu.

Verslunarferlið okkar virkar þannig, að vörur verða dýrari því nær sem þær koma Íslands, en haldast alltaf á verði undir þeim týpísku verðum sem finnast í búðum. Til dæmis, þá kostar ferðataska 19.900 kr. við framleiðslu, en verður dýrari því nær sem hún kemur til landsins.

Fyrir kúnna þýðir þetta að ef þú pantar vöru snemma í framleiðsluferlinu þá gætir þú þurft að bíða í dágóðan tíma eftir vörunni þinni, en getur alltaf keypt vörur beint úr vöruhúsinu okkar hér á landi ef þú vilt ekki bíða. Hins vegar, því fyrr sem þú pantar, því betra er verðið.

Með því að nýta okkur einstakt viðskiptasamband Kína og Íslands, þá sleppum við óþarfa tollgjöldum og viðskiptahömlum sem venjulega eru lögð á innflutning frá Kína í öðrum löndum. Af því vegan getur þú búist við að fá einstök verð á vörum sem framleiddar eru í sömu verksmiðjum og framleiða vörur sem fyrirfinnast í hefðbundnum búðum. 

Kúnnar geta skráð sig inn á Mínar Síður til að fylgjast með pöntunum og sjá hvar þær eru staddar í heiminum. Þegar þær koma loks að Íslandsstöndum, þá bjóðum við upp á fríar heimsendingar innan Höfuðborgarsvæðisins, en getum einnig póstlagt vörur út á land.

Endilega heimsækið vefverslun okkar til að sjá þær glæsilegu vörur sem við bjóðum upp á.